Landslið
KSI_2011_Futsal-00-012

A landslið karla - Haraldur Freyr kemur inn í hópinn

Landsleikur Íslands og Danmerkur laugardaginn 4. júní kl. 18:45

31.5.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið Harald Frey Guðmundsson í hópinn fyrir leikinn gegn Dönum sem fer fram næstkomandi laugardag á Laugardalsvelli.  Haraldur tekur sæti Ragnars Sigurðssonar sem dró sig út úr hópnum.

Haraldur verður því, ásamt öðrum leikmönnum íslenska hópsins, á opinni æfingu á Víkingsvelli í dag kl. 16:00.  Þar getur knattspyrnuáhugafólk fylgst með æfingu liðsins úr stúkunni og fengið eiginhandaáritanir eftir æfingu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög