Landslið
Tyrkneski dómarinn Firat Aydinus

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Tyrkneskir dómarar við stjórnvölinn

Leikur þjóðanna í undankeppni EM fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 4. júní kl. 18:45

31.5.2011

Það verður dómarakvartett frá Tyrklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Danmerkur næstkomandi laugardag.  Leikurinn er í undankeppni EM og hefst á Laugardalsvelli kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Dómarinn heitir Firat Aydinus og honum til aðstoðar eru þeir Serkan Ok og Aleks Tascioglu.  Varadómari verður landi þeirra Yunus Yildirim.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög