Landslið
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Ísland - Danmörk kl. 18:45 - Miðasala á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00

Leikur þjóðanna í undankeppni EM

4.6.2011

Í kvöld kl 18:45 mætast Ísland og Danmörk í undankeppni EM í knattspyrnu og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Hægt er að kaupa miða á midi.is en einnig opnar miðasala á Laugardalsvelli kl. 12:00. 

Það er óhætt að hvetja alla til þess að mæta á völlinn og hvetja sitt lið gegn sterku liði Dana.  Sem kunnugt er hefur aldrei unnist sigur á Dönum og er jafnan mikil spenna og barátta þegar þessar þjóðir mætast á knattspyrnuvellinum.

Hleypt er inn á völlinn kl. 17:30 og vonandi sjáum við sem flesta, klædda bláu, í stúkunum í kvöld.

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög