Landslið
Áfram Ísland!

Áfram Ísland klúbburinn á úrslitakeppni U21 karla í Danmörku

Upphitun fyrir alla leiki liðsins í riðlakeppninni.

7.6.2011

Áfram Ísland stuðningsmannaklúbbur landsliðsins í knattspyrnu verður með upphitun fyrir alla leiki Íslands í riðlakeppninni.  Boðið verður upp á íslenska stuðtónlist, andlitsmálningu, áfram Ísland varningur á boðstólum til að dressa sig upp fyrir leikinn og landsliðstreyjur.  Mætum öll í stemninguna og skemmtum okkur saman.

Laugardagur 11. júní

Ísland - Hvíta-Rússland

Leikstaður: Árósir

Leiktími: 18.00 að staðartíma

Upphitun hefst kl 14.00 og fer fram á Waxies, Fredriksgade 16, 8000 Aarhus C

Þriðjudagur 14. júní

Ísland - Sviss

Leikstaður: Álaborg

Leiktími: 18.00 að staðartíma

Upphitun hefst kl 14.00 og fer fram á Fanzone, Gammel Torv, AAlborg

Laugardagur 18. júní

Ísland - Danmörk

Leikstaður: Álaborg

Leiktími: 20.45 að staðartíma

Upphitun hefst kl 16.00 og fer fram á Fanzone, Gammer Torv, AAlborg

ÁFRAM ÍSLAND!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög