Landslið
Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson með viðurkenningar fyrir 50 landsleiki

Viðurkenningar fyrir 50 landsleiki

Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson fengu viðurkenningu fyrir 50 leiki

8.6.2011

Þegar A landslið karla kom saman á dögunum fengu þrír leikmenn afthenta viðurkenningu fyrir þann áfanga að hafa spilað 50 landsleiki.  Þetta voru þeir Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson.

Heiðar lék sinn fimmtugasta leik gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli í september á síðasta ári.  Indriði lék sinn tímamótaleik gegn Íran í Teheran en Kristján Örn gegn Kýpur ytra í marsmánuði.

Heiðar Helguson, Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson með viðurkenningar fyrir 50 landsleiki


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög