Landslið
UEFA EM U21 karla

U21 karla - Leikið gegn Sviss í dag

Leikurinn í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst kl 16:00

14.6.2011

Strákarnir í U21 leika í dag sinn annan leik í úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku.  Leikið verður í dag gegn Sviss í Álaborg og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.

Íslendingar töpuðu gegn Hvít Rússum í sínum fyrsta leik á meðan Sviss bar sigurorð af heimamönnum í hörkuleik.  Það verður því allt lagt í sölurnar í Álaborg í dag og má búast við mikilli baráttu.

Aron Einar Gunnarsson verður í leikbanni í þessum leik vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Hvít Rússum.  Þá er óvíst með þátttöku Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem að varð fyrir meiðslum í sama leik.  Annars fer vel um hópinn í Álaborg en töluvert rigndi þar í borg í gær og er einhver væta í dönskum veðurkortum einnig í dag.

Nú er bara að senda alla jákvæða orku og strauma til strákanna í dag.

Áfram Ísland!


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög