Landslið
EM U21 landsliða karla

Tveggja marka tap gegn Norðmönnum hjá U21 karla

Fjögur lið í riðlinum komin með 3 stig

6.9.2011

U21 landslið karla tapaði 0-2 gegn Noregi í undankeppni EM 2013, en liðin mættust á Kópavogsvellinum í dag.  Eitt mark í hvorum hálfleik gerði út um leikinn og eru nú fjögur lið í riðlinum með 3 stig, en Englendingar og Norðmenn hafa reyndar aðeins leikið einn leik.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta hálftímann ar algjör einstefna að norska markinu.  Það var því mikið reiðarslag þegar Norðmenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 31. mínútu, köld vatnsgusa.  Í kjölfarið á markinu sóttu gestirnir í sig veðrið.  Þeir fengu vítaspyrnu á 54. mínútu eftir að Arnar Darri í markinu hafði brotið á sóknarmanni og þurfti í kjölfarið að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.  Ásgeir Þór Magnússon kom í markið og gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna glæsilega.  Jafnræði var með liðunum þar til Norðmenn skoruðu seinna markið og kom það á 87. mínútu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög