Landslið
Frá leik Íslands og Búlgaríu í undankeppni EM.  Leikið var á Laugardalsvelli 19. maí.

A kvenna - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Noregi og Belgíu

Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli 17. september og 21. september

8.9.2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn er mætir Noregi og Belgíu á Laugardalsvelli, 17. og 21. september.  Leikirnir eru í undankeppni EM 2013 en Ísland hefur leikið einn leik til þessa í riðlinu, lögðu Búlgari fyrr á þessu ári.

Sigurður Ragnar velur 22 leikmenn og þar af eru tveir nýliðar.  Einnig kemur Laufey Ólafsdóttir inn í hópinn eftir nokkuð hlé en hún lék síðast landsleik í september 2005.

Leikurinn við Noreg verður laugardaginn 17. september og hefst kl. 16:00 en leikið verður við Belga miðvikudaginn 21. september kl. 19:30.

Hópurinn

UEFA EM A-landsliða kvenna


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög