Landslið
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Yngri knattspyrnuiðkendum boðið á Ísland-Noregur

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 17. september

9.9.2011

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum (3. flokkur og yngri)  allra aðildarfélaga miða á landsleik Íslands og Noregs í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli laugardaginn 17. september og hefst kl. 16:00.

Félög sem hafa áhuga á að nýta sér þessa frímiða eru vinsamlegast beðin um að senda upplýsingar til KSÍ um miðafjölda sem óskað er eftir.  Gert er ráð fyrir að hóparnir komi í fylgd með forráðamönnum sem að sjálfsögðu fá fría miða á leikinn líka. Gert er ráð fyrir einum frímiða fyrir fullorðinn á hverja 2 miða á börn.

Þau félög sem óska eftir miðum eru beðin um að senda eftirfarandi upplýsingar á Þóri Hákonarson framkvæmdastjóra KSÍ (thorir@ksi.is).

  • Nafn félags og tengiliður
  • Fjöldi miða á hvern aldursflokk
  • Fjöldi forráðamanna sem koma með viðkomandi flokki á völlinn (1 á hverja 2 frímiða á börnin)

Miðar verða svo afhentir forráðamönnum á Laugardalsvelli í næstu viku og í síðasta lagi föstudaginn 16. september (athugið að miðar verða ekki afhentir á leikdag).

Félögin eru hvött til þess að nýta sér þennan möguleika og fjölmenna með yngri flokka sína á völlinn á mjög mikilvægan leik hjá A-landsliði kvenna í baráttunni um að komast á lokakeppni EM 2013.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög