Landslið
A landslið kvenna í gokart

Stelpurnar á fullri ferð!

Hópurinn skellti sér í Go-kart

20.9.2011

Undirbúningur stelpnanna okkar fyrir leikinn gegn Belgíu á morgun er með hefðbundum hætti.  Fast er haldið í þá hefð að brjóta þennan svokallaða hefðbundna undirbúning upp og í þetta skiptið skellti hópurinn sér í Go-kart.

Í ljós kom að í hópnum leyndust hin mestu ökufól og átti það ekki hvað síst við um ákveðna starfsmenn liðsins.  Reyndist þetta ágætis leið til að losa um spennu enda ákaflega spennandi og þýðingarmikill leikur framundan.

Miðasala á Ísland-Belgía er í fullum gangi á www.midi.is og kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.  Leikurinn hefst á Laugardalsvelli kl. 19:30 og eru landsmenn hvattir til þess að fjölmenna á völlinn í því fína síðsumarsveðri sem spáð er annað kvöld.

Áfram Ísland!

A landslið kvenna í gokart


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög