Landslið
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna - Ísland tryggði sér efsta sætið

Lögðu Wales i lokaumferð riðilsins

22.9.2011

Stelpurnar í U19 lögðu stöllur sínar frá Wales í dag en leikurnn var lokaleikur liðsins í undankeppni EM.  Leikið var á Fylkisvelli í frábæru veðri og urðu lokatölur 2 - 0 eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.  Ísland tryggði sér því efsta sætið í riðlinum með fullt hús stiga.

Íslenska liðið sótti meira í leiknum en tókst ekki að skapa sé mikið af tækifærum í fyrri hálfleik.  Síðari hálfleikurinn var opnari en íslenska liðið hafði yfirhöndina.  Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom Íslendingum yfir á 74. mínútu með skoti úr aukaspyrnu og Elín Metta Jensen tryggði liðinu sigurinn með marki tveimur mínútum síðar.

Ísland og Wales voru fyrir leikinn örugg með sæti í milliriðlum en efsta sætið í riðlinum getur komið sér vel þegar raðað verður niður í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í milliriðlum.

Í hinum leik riðilsins lögðu Slóvenar Kasakstan að velli með þremur mörkum gegn engu en leikið var á Varmárvelli.  Slóvenar enduðu því í þriðja sæti riðilsins en Kasakstan rak lestina.

Myndir frá leiknum - KSÍ myndir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög