Landslið
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Hópurinn gegn Englandi valinn

Mæta Englendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli 6. október

29.9.2011

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Englendingum í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október, kl. 18:45.  Þetta er þriðji leikur Íslendinga í þessari undankeppni en liðið vann Belga í fyrsta leik sínum en töpuðu gegn Noregi.

Fimm nýliðar eru í hópnum og leika 14 leikmenn, af 18 manna hóp, með félagsliðum hér á landi.

Englendingar mæta til leiks með sterkan hóp en þeir hafa leikið einn leik til þessa í undankeppninni þar sem þeir lögðu Aserbaídsjan á heimavelli, 6 - 0.

Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.  Miðinn kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri, en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.

Hópurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög