Landslið
EURO 2012

A landslið karla - Breytingar á hópnum fyrir leikinn gegn Portúgal

Leikið í Porto föstudaginn 7. október

3.10.2011

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingar á hóp sínum er mætir Portúgal í undankeppni EM næstkomandi föstudag.  Inn í hópinn koma þeir Arnór Smárason, Baldur Sigurðsson og Guðmundur Kristjánsson.

Koma þeir í stað Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen sem eiga við meiðsli að stríða.  Þá er óvíst með þátttöku Helga Vals Daníelssonar en kona hans á von á barni á næstu sólarhringum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög