Landslið
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Englendingar höfðu betur í Laugardalnum

Lögðu Íslendinga með þremur mörkum gegn engu í undankeppni EM

6.10.2011

Englendingar fóru með þrjú stig og þrjú mörk úr Laugardalnum í kvöld þegar þeir mættu Íslendingum í undankeppni EM.  Lokatölurnar urðu 0 - 3 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 0 - 2.  England hefur því 6 stig í riðlinum eftir tvo leiki en íslenska liðið er með 3 stig eftir þrjá leiki.

Fyrirfram var búist við erfiðum leik sem kom svo á daginn.  Enska liðið var firnasterkt og hafði undirtökin í leiknum.  Mörkin voru af ódýrari gerðinni og enska liðið skapaði sér ekki mörg færi umfram þau. 

Norðmenn lögðu Aserbaídsjan í kvöld á útivelli í sama riðli, 2 - 0.  Norðmenn eru því með jafnmörg stig og England en þeir ensku eru í efsta sæti riðilsins með hagstæðara markahlutfall. 

Næsti leikur íslenska liðsins er einmitt gegn Englendingum en sá leikur fer fram fimmtudaginn 10. nóvember.  Sá leikur fer fram í Colchester.

Myndir frá leiknum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög