Landslið
EURO 2012

A landslið karla - Portúgal tekur á móti Íslandi í kvöld

Síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2012

7.10.2011

Íslendingar leika í kvöld lokaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar leikið verður við Portúgal.  Leikurinn fer fram á Estadio do Dragao vellinum í Porto og hefst kl. 20:00.  Ísland er með fjögur stig í riðlinum í fjórða sætinu en Portúgalir eru í harðri baráttu á toppnum, hafa 13 stig líkt og Danir og Norðmenn.

Það má búast við erfiðum leik í kvöld enda Portúgalir með eitt allra sterkasta lið heims um þessar mundir og sitja sem stendur í 5. sæti styrkleikalista FIFA.

Í kvöld leika einnig Kýpur og Danmörk en lokaleikir riðilsins fara fram á þriðjudaginn en Íslendingar hafa þá lokið sínum leikjum.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:15 en leikurinn sjálfur kl. 20:00.

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög