Landslið
UEFA EM U17 kvenna

U17 kvenna - Sigur í fyrsta leik

Heimastúlkur lagðar af velli í undankeppni EM

7.10.2011

Stelpurnar í U17 unnu Austurríki í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.  Riðillinn er leikinn í Austurríki og því dýrmætur sigur á heimastúlkum í höfn.  Lokatölur urðu 2 - 1 Íslendingum í vil.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá var það Lára Einarsdóttir sem kom Íslendingum yfir eftir fimm mínútur í seinni hálfleik.  Svava Rós Guðmundsdóttir bætti við öðru marki Íslands, sex mínútum síðar.  Heimastúlkur minnkuðu muninn þegar um 15 mínútur lifðu leiks en þar við sat.

Í hinum leik riðilsins voru það Skotar sem lögðu Kasakstan með þremur mörkum gegn engu.  Ísland mætir Kasakstan á sunnudaginn í öðrum leik liðsins í undankeppninni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög