Landslið
2011-U17-karla-gegn-Sviss

U17 karla - Leikið við Ísrael kl. 10:00

Sigur kemur íslenska liðinu í milliriðla

17.10.2011

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í undankeppni EM en leikið er í Ísrael.  Heimamenn eru mótherjarnir í leik dagsins og hefst hann kl. 10:00 að íslenskum tíma.  Sigur fleytir íslenska liðinu áfram í milliriðla en riðillinn er galopinn, öll liðin hafa þrjú stig að loknum tveimur leikjum.

Gunnar Guðmundsson hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn og er það sama lið og hóf leikinn gegn Grikkjum.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Fannar Hafsteinsson

Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarson

Vinstri bakvörður: Ósvald Jarl Traustason

Miðverðir:  Orri Sigurður Ómarsson og Hjörtur Hermannsson, fyrirliði  

Tengliðir: Oliver Sigurjónsson, Emil Ásmundsson og Kristján Flóki Finnbogason

Hægri kantur: Daði Bergsson

Vinstri kantur: Páll Olgeir Þorsteinsson

Framherji: Stefán Þór Pálsson

Á sama tíma leika Sviss og Grikkland í hinum leik riðilsins en fylgjast má með textalýsingu frá báðum leikjunum á heimasíðu UEFA.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög