Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Wales á Svíþjóðarmótinu

U19 karla - Leikið við Letta í dag

Fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM

21.10.2011

Strákarnir í U19 eru nú staddir á Kýpur en þar leika þeir í undankeppni EM.  Fyrsti leikur Íslands er í dag þegar þeir mæta Lettum og hefst sá leikur kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Í hinum leik riðilsins mætast Noregur og Kýpur. 

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn og er það þannig skipað.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Bergsteinn Magnússon

Hægri bakvörður: Aron Grétar Jafetsson

Vinstri bakvörður: Ívar Örn Jónsson

Miðverðir: Hjörtur Hermannsson og Hörður Björgvin Magnússon

Tengiliðir: Arnór Ingvi Traustason, Arnar Bragi Bergsson og Björgvin Stefánsson

Hægri kantur: Emil Pálsson

Vinstri kantur: Ingólfur Sigurðsson

Framherji: Bjarni Gunnarsson

Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög