Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Leikið við Ungverja á morgun

Leikurinn í undankeppni EM

21.10.2011

Á morgun, laugardaginn 22. október leika Ísland og Ungverjaland í undankeppni EM og fer leikurinn fram ytra.  Leikurinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma en íslenska liðið hefur 7 stig eftir þrjá leiki í riðlinum.  Ungverjar hafa tapað báðum viðureignum sínum til þessa en þetta er fyrsti heimaleikur þeirra í keppninni.

Vel fer um hópinn í Ungverjalandi og aðstæður góðar fyrir leikinn á morgun.  Frekar kalt var í dag á æfingu en hópurinn í góðu ásigkomulagi

Leikurinn á morgun er fyrri leikur liðsins í þessari ferð en haldið verður svo til Belfast þar sem leikið verður gegn Norður Írum, miðvikudaginn 26. október.  Mikilvægt er fyrir liðið að ná góðum úrslitum til þess að halda áfram opnum möguleikunum á því að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð 2013

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög