Landslið
UEFA EM U19 karla

U19 karla - Jafntefli gegn Noregi og liðið ekki áfram

Liðið komst ekki áfram í milliriðla EM

26.10.2011

Strákarnir í U19 gerðu jafntefli í dag í lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var á Kýpur.  Lokatölur urðu 2 - 2 eftir að staðan hafði verið 1 - 1 í leikhléi.  Sigur hefði nægt liðinu til þess að tryggja sér sæti í milliriðlum en liðið hlaut tvo stig í leikjunum þremur.

Norðmenn komust yfir á 6. mínútu en Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin á 20. mínútu.  Íslendingar komust svo yfir á 51. mínútu með marki Tómasar Óla Garðarssonar en Norðmenn áttu síðasta orðið á 62. mínútu og tryggðu sér þar með sæti í milliriðlum ásamt heimamönnum í Kýpur.  Þeir lögðu Letta í hinum leik riðilsins í dag, 2 - 0.

Staðan


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög