Landslið
Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011

U21 karla - Leikið við Englendinga í kvöld

Uppselt á leikinn sem fram fer í Colchester

10.11.2011

Strákarnir í U21 eru nú í Colchester í Englandi en liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í kvöld, fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 19:30.  Leikið verður á  Weston Homes Community vellinum og er uppselt á leikinn en völlurinn tekur 10.000 manns.

Þetta er fjórði leikur Íslands í riðlinum til þessa og hefur Ísland 3 stig eftir þessa leiki.  Allir leikirnir hingað til hafa farið fram á heimavelli hjá íslenska liðinu, sigur gegn Belgíu en tap gegn Noregi og nú síðast Englandi.

Gestgjafarnir hafa byrjað riðilinn ákaflega vel og státa af fullu húsi, níu stig eftir þrjá leiki.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög