Landslið
UEFA

Dregið í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna

Dregið í höfuðstöðvum UEFA, þriðjudaginn 15. nóvember

14.11.2011

Dregið verður í milliriðla hjá U17 og U19 kvenna í höfuðstöðvum UEFA, þriðjudaginn 15. nóvember.  Ísland er í pottinum hjá báðum aldursflokkum en milliriðlarnir verða leiknir í apríl á næsta ári.

Ísland er í fjórða styrkleikaflokki hjá U17 kvenna en í öðrum styrkleikaflokki hjá U19.  Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu af drættinum á heimasíðu UEFA, http://www.uefa.com/.  Drátturinn hjá U19 hefst kl. 10:45 að íslenskum tíma en hjá U17 kl. 11:30.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög