Landslið
UEFA

Dregið í forkeppni EM hjá U17 og U19 karla

U17 leikur á Möltu og U19 í Króatíu

29.11.2011

Í dag var dregið í forkeppni EM 2012/2013 hjá U17 og U19 karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA.  Hjá U17 er Ísland í riðli með Portúgal, Noregi og Möltu og fer riðillinn fram á Möltu, 29. september til 4. október.  Leikið verður í Króatíu hjá U19 og er Ísland þar í riðli með heimamönnum, Georgíu og Aserbaídsjan.  Sá riðill fer fram dagana 26. - 31. október.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög