Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM október 2011

Milliriðill U17 karla leikinn í Skotlandi

Leikið gegn Skotum Dönum og Litháum

29.11.2011

Í dag var dregið í milliriðla í EM 2012 hjá U17 karla en Íslendingar voru þar í pottinum eftir að hafa haft sigur í sínum riðli í forkeppninni.  Ísland dróst í riðil með Danmörku, Skotlandi og Litháen og verður leikið í Skotlandi dagana 24. - 29. mars.

Danir og Skotar urðu í efsta sæti í sínum riðlum í forkeppninni líkt og Íslendingar en Litháar urðu í öðru sæti í sínum riðli.

Úrslitakeppnin sjálf fer svo fram í Slóveníu, 4 - 16. maí en sigurvegarar riðlanna tryggja sér farseðil þangað.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög