Landslið
Knattspyrnusamband Íslands

Landsliðsþjálfarar kvenna funda með þjálfurum

Bjóða þjálfurum í Pepsi-deild kvenna, 1. deild kvenna, 2. flokk kvenna og 3. flokk kvenna til fundar

17.1.2012

 

Landsliðsþjálfarar kvenna vilja bjóða þjálfurum í Pepsi-deild kvenna, 1. deild kvenna, 2. flokk kvenna og 3. flokk kvenna til fundar laugardaginn 28. janúar í höfuðstöðvum KSÍ. 

Farið verður yfir dagskrá landsliðanna á þessu ári, samstarf við félagsliðin og þjálfurum gefst tækifæri til að spjalla saman um málefni sem snúa að landsliðunum og/eða félagsliðunum.

Laugardagur 28. janúar:

11.00-12.00 Fundur með öllum landsliðsþjálfurunum og þjálfurum í 2. og 3. flokk kvenna

12.00-13.00 Fundur með öllum landsliðsþjálfurunum og þjálfurum í Pepsi-deild kvenna og 1. deild kvenna

Þjálfurum er velkomið að fylgjast með landsliðæfingum þennan dag en öll kvennalandsliðin æfa í Kórnum frá kl. 15.00-19.30 þennan dag.

Þjálfarar eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína sem fyrst á dagur@ksi.is


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög