Landslið
Stade-du-Hainut

A karla – Leikið við Frakka 27. maí

Vináttulandsleikur sem fer fram í Valenciennes

26.1.2012

 

Knattspyrnusambönd Íslands og Frakklands hafa komið að samkomulagi um að karlalandslið þeirra leiki vináttulandsleik 27. maí næstkomandi.  Leikið verður í Valenciennes í Frakklandi en þetta verður ellefta viðureign karlalandsliða þjóðanna.

Síðast mættust þjóðirnar í undankeppni EM árið 1999 en þá höfðu Frakkar betur, 3 – 2.  Ári áður mættust þjóðirnar á Laugardalsvelli en þeim leik lyktaði með jafntefli, 1 – 1, en Frakkar voru þá ríkjandi heimsmeistarar eftir að hafa tryggt sér titilinn á heimavelli.

Íslendingar hafa aldrei farið með sigur af hólmi gegn Frökkum, þrisvar hafa leikar farið jafnir en franskir sigrar eru sjö talsins.  Frakkar sitja sem stendur í 15. sæti styrkleikalista FIFA.

Þessi leikur er hluti af loka undirbúningi Frakka fyrir úrslitakeppni EM sem hefst 8. júní.  Frakkar leika þar í riðli með Englandi, Svíþjóð og Úkraínu og hefja leik gegn Englandi 11. júní í Donetsk.

Leikið verður á Stade du Hainut vellinum í Valenciennes sem er nýr leikvangur, tekinn í notkun á síðasta ári.  Völlurinn tekur um 25.000 manns í sæti.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög