Landslið
Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi

U19 kvenna leikur þrjá leiki á La Manga

Leikið gegn sterkum þjóðum 4. - 8. mars

23.1.2012

U19 kvennalandslið Íslands mun leika þrjá vináttulandsleiki á La Manga dagana 4. - 8. mars.  Fyrstu mótherjarnir verða Skotar og á eftir koma leikir gegn Noregi og Englandi.  Ekki er um eiginlegt mót að ræða ekki verður leikið um sæti en 10 þjóðir verða á La Manga á þessum tíma og leika allar þrjá leiki.

Leikir Íslands:

  • Ísland - Skotland  4. mars
  • Noregur - Ísland  6. mars
  • England - Ísland 8. mars

Þessir leikir eru kærkomin undirbúningur fyrir liðið sem leikur í milliriðli EM sem hefst 31. mars.  Leikið verður í Hollandi og auk heimastúlkna er Ísland í riðli með Frakklandi og Rúmeníu.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög