Landslið
A landslið karla

Halldór Orri inn fyrir Theodór Elmar

Eina breytingin á hópnum til Japans

20.2.2012

Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn við Japan, sem fram fer í Osaka þann 24. febrúar.  Theodór Elmar Bjarnason er meiddur og í hans stað kemur Halldor Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar í Garðabæ.  Halldór Orri hefur ekki leikið landsleik.

Ferðalag liðsins hefst á þriðjudagsmorgunn kl. 05:30 þegar haldið verður frá KSÍ og hópurinn skilar sér á hótel í Osaka um kl. 11:00 að staðartíma í Japan, sem er kl. 02:00 að íslenskum tíma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög