Landslið
Lars Lagerbäck

"Menn eiga alltaf að leika til sigurs"

Lars Lagerbäck á blaðamannafundi

23.2.2012

Blaðamannafundurinn fyrir vináttulandsleik Japans og ísland var fjölmennur, hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja.  Fyrstur var Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins og var hann spurður fjölmargra spurninga.

Lars sagðist alltaf byggja lið sitt á sterkum varnarleik, lykilatriði í öllu leikskipulagi og hann tók skýrt fram að hann hefði "engar sérstakar áhyggjur af því hvort lið hans spili skemmtilegan fótbolta, aðalmálið er að leika vel og ná í stig, helst sigur í hverjum leik.  Það þýðir þó ekki að það verði að leika blússandi sóknarbolta, flestir leikir vinnast á sterkum varnarleik."  Og það er ætlun hans með íslenska liðið gegn Japan, að reyna að vinna leikinn.  "Þessi leikur er auðvitað bara fyrsti leikurinn í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM 2014, en menn eiga samt alltaf að leika til sigurs, það er ekki síður mikilvægt að fá menn til að hugsa eins og sigurvegara (innsk. "winning mentality")."


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög