Landslið
Yasuhito Endo

Heimamaðurinn er af flestum talinn lykilmaður Japans

Endo leikur með Gamba Osaka

23.2.2012

Allir leikmenn japanska landsliðsins, sem eru í hópnum fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi, leika með japönskum liðum.  Stærsta stjarna liðsins og sá sem flestir telja lykilmann fyrir leikinn, er heimamaðurinn Yasuhito Endo, sem leikur með Gamba Osaka og hefur gert það síðan 2001.

Hann hefur leikið í heimalandinu allan sinn feril og á að baki 112 leiki með A-landsliði Japans.  Endo mun stjórna spili Japana í leiknum og leikaðferð Japana mun snúast mikið um að koma knettinu á þennan flinka leikmann.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög