Landslið
Byrjunarliðið gegn Japan

Japanir höfðu betur í Osaka

Leikið við Svartfellinga miðvikudaginn 29. febrúar

24.2.2012

Japanir lögðu Íslendinga í vináttulandsleik í dag en leikið var á Nagai vellinum í Osaka.  Heimamenn skoruðu þrjú mörk gegn einu Íslendinga og leiddu Japanir í leikhléi, 1 - 0.  Arnór Smárason skoraði mark Íslendinga úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Ekki er hægt að tala um óskabyrjun hjá nýjum landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck, sem stýrði liðinu í fyrsta skiptið.  Eftir tæpar tvær mínútur höfðu heimamenn komist yfir og réðu þeir ferðinni í fyrri hálfleiknum.  Íslendingar komust betur inn í leikinn er leið á og Gunnar Heiðar Þorvaldsson fékk besta tækifæri Íslands um miðjan fyrri hálfleik.

Íslenska liðið byrjaði svo seinni hálfleikinn af krafti en fengu á sig mark eftir átta mínútna leik.  Japanir fengu svo dauðafæri strax í kjölfarið sem þeir nýttu ekki.  Íslensku strákarnir höfðu hinsvegar í fullu tré við Japani sem eftir lifði leiks og voru sókndjarfari heldur en í fyrri hálfleiknum.  Heimamenn skoruðu hinsvegar ódýrt mark á 79. mínútu en í uppbótartíma var brotið á Garðari Jóhannssyni og vítaspyrna dæmd sem Arnór Smárason skoraði örugglega úr.

Stuttu siðar flautaði ástralskur dómari leiksins til leiksloka og heimamenn fögnuðu sigri.  Uppselt var á leikinn, 42.579 áhorfendur sem létu vel í sér heyra og kunnu sannarlega vel að meta innköst Steinþórs Freys Þorsteinssonar í síðari hálfleiknum.

Kaflaskiptur leikur hjá íslenska liðinu en gott tækifæri fyrir nýjan landsliðsþjálfara að skoða leikmenn.  Framundan er vináttulandsleikur gegn Svartfellingum næstkomandi miðvikudag en það verður alveg nýr hópur sem spreytir sig í þeim leik.

 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög