Landslið
A landslið kvenna

Góðar aðstæður á Algarve - Ýmsar upplýsingar um mótið

Fyrsti leikur á morgun gegn Þjóðverjum

28.2.2012

Stelpurnar í A landslið kvenna leika sinn fyrsta leik á morgun, miðvikudag, við Þjóðverja en þá hefst hið sterka Algarve mót.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Liðið æfði í dag og eru aðstæður hinar ákjósanlegustu, um 15 - 16 stiga hiti og milt veður í alla staði.  Aðrar þjóðir í riðli Íslendinga eru Kína og Svíþjóð en í B riðlinum eru: Bandaríkin, Noregur, Danmörk og heimsmeistarar Japans.  Í C riðli leika svo: Portúgal, Wales, Ungverjaland og Írland.

Hér að neðan má finna ýmsar tölfræðiupplýsingar um mótið.

Algarve Cup

Liðin

Leikstaðir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög