Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu

A kvenna - Eins marks tap gegn Þjóðverjum

Leikið gegn Svíum á föstudaginn

29.2.2012

Íslenska kvennalandsliðið hóf í dag leik á Algarve Cup og voru mótherjarnir Þjóðverjar.  Þýskar höfðu sigur, 1 - 0 og kom markið í fyrri hálfleik. 

Eins og búast mátti við þá voru það Þjóðverjar sem voru meira með boltann í leiknum en eftir nokkuð jafnvægi í byrjun leiks þá komust þær yfir með marki á 25. mínútu leiksins.  Þóra var þó nálægt því að verja skotið en inn fór boltinn.  Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér góð færi í leiknum og oft vantaði herslumuninn á að komast í vænleg tækifæri.

Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri, Þjóðverjar meira með boltann án þess þó að skapa sér mörg færi.  Þau voru þó fleiri en þau sem Íslendingar náðu sér að skapa en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum.  Besta færið kom í uppbótartíma þegar Þóra varði glæsilega frá sóknarmanni Þjóðverja sem kom var alein innfyrir vörn Íslands.

Hið geysisterka lið Þjóðverja fagnaði því sigri í leiknum en íslenska liðið er langt frá því að vera af baki dottið.  Næsti leikur er gegn Svíum á föstudaginn og hefst sá leikur kl. 13:30 að íslenskum tíma.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög