Landslið
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu í undankeppni EM U19 á Vodafonevellinum

U19 kvenna - Tap gegn Skotum á La Manga

Leikið gegn Norðmönnum á morgun

5.3.2012

Stelpurnar í U19 eru nú staddar á La Manga þar sem þær leika þrjá vináttulandsleiki.  Leikið var gegn Skotum í gær í fyrsta leik liðsins og höfðu þær skosku betur, 1 - 0. 

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og fékk fleiri opin marktækifæri heldur en þær skosku.  Staðan var hinsvegar markalaus í leikhléi en eina mark leiksins kom á 75. mínútu leiksins og var það Skota.

Næsti leikur Íslandser á morgun, þriðjudag, en þá verður leikið gegn Noregi.  Síðasti leikurinn er svo gegn Englendingum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög