Landslið
U19 landslið kvenna

U19 kvenna - Eins marks tap gegn Norðmönnum á La Manga

Leikið við England á fimmtudaginn

6.3.2012

Stelpurnar í U19 töpuðu naumlega gegn stöllum sínum frá Noregi í dag.  Leikurinn var vináttulandsleikur sem leikinn var á La Manga.  Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Norðmenn eftir markalausan fyrri hálfleik.  Elín Metta Jensen skoraði mark Íslands og minnkaði þá muninn í 1 - 2.

Síðasti leikur stelpnanna í ferðinni verður á fimmtudaginn en þá verður leikið gegn Englandi.  Það verður lokaleikurinn í ferðinni sem er undirbúningur fyrir milliriðil EM sem leikinn verður í Hollandi, 31. mars - 5. apríl.  Mótherjar Íslands þar verða, auk heimastúlkna, Frakkland og Rúmenía.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög