Landslið
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

FIFA styrkleikalisti kvenna - Ísland í 15. sæti

Standa í stað frá síðasta lista

16.3.2012

Íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag.  Þetta er sama sæti og á síðasta lista en sem fyrr eru það Bandaríkin sem tróna á toppi listans en Þjóðverjar eru skammt undan.

Ekki eru miklar breytingar á milli lista en af mótherjum Íslendinga í undankeppni EM er það að frétta að Norðmenn eru í 13. sæti, Belgía í 33. sæti og Ungverjaland í 35. sæti.  Norður Írar eru svo í 55. sæti og sætinu á eftir eru Búlgarar.

Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Belgum á útivelli, 4. apríl.  Íslendingar eru í efsta sæti riðilsins með 13 stig og Belgar í öðru sæti með 11 stig en hafa leikið einum leik meira.

Styrkleikalisti FIFA

Staðan í riðlinum


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög