Landslið
U17-kvenna-gegn-Donum-byrjunarlidid

U17 kvenna - Markalaust jafntefli gegn Dönum

Síðari vináttulandsleikur þjóðanna í Egilshöll

20.3.2012

Stelpurnar í U17 gerðu í kvöld markalaust jafntefli gegn stöllum sínum frá Danmörku en leikið var í Egilshöllinni.  Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna í þessum aldursflokki en fyrri leiknum, sem leikinn var síðastliðinn sunnudag, lauk með 2 - 1 sigri Íslendinga.

Leikurinn í kvöld bauð ekki uppá mörg marktækifæri og var sterkur varnarleikur aðalsmerki beggja liða.  Fyrir aftan varnairnar voru svo markverðirnir öruggir með þá fáu bolta sem bárust í þeirra hendur.  Jafnræði var með liðunum framan af leiknum en Danir sóttu heldur meira seinni hluta fyrri hálfleiks og hófu síðari hálfleikinn á sama hátt.  Íslenska liðið endaði hinsvegar leikinn nokkuð vel en vantaði herslumuninn að skapa sér opin marktækifæri.

Þessir vináttulandsleikir þjóðanna voru undirbúningur fyrir milliriðla EM en Ísland mun leika sinn riðil í Belgíu, dagana 13. - 18. apríl.  Mótherjar Íslendinga þar verða, auk heimastúlkna, England og Sviss.

U17-kvenna-gegn-Donum-hopurinn


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög