Leyfiskerfi

Ráðstefna um leyfiskerfi

13.11.2002

Lúðvík S. Georgsson, stjórnarmaður KSÍ, og Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, munu sitja ráðstefnu um Leyfiskerfi UEFA (Licensing System), sem fram fer í Amsterdam dagana 14. og 15. nóvember. Leyfiskerfi mun verða tekið upp í öllum aðildarlöndum UEFA á næstunni og mun Leyfiskerfi KSÍ öðlast gildi fyrir næsta keppnistímabil í Símadeild karla. Félög í deildinni munu þurfa að uppfylla ákveðnar forsendur til að fá þátttökuleyfi, en forsendurnar snúa að laga- og fjárhagslegum þáttum, mannvirkjum, starfsfólki og stjórnun, auk þjálfunar og þjálfunaraðstöðu. Kerfinu er ætlað að efla enn frekar stöðu knattspyrnufélaga og bæta gæði á öllum sviðum knattspyrnunnar.
Leyfiskerfi


java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 500 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 500 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp