Leyfiskerfi
Fjallað um fjárhagslegar viðmiðunarreglur

Fundað með endurskoðendum um fjárhagslegar viðmiðunarreglur

Farið yfir reglur um skuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga

10.1.2014

Á fimmtudag var fundað með endurskoðendum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Var þetta í fjórða sinn sem endurskoðendum er boðið til fundar í upphafi árs um fjárhagslega þætti leyfisreglugerðarinnar, og voru aðrir fulltrúar félaganna jafnframt boðnir velkomnir.  Fundir sem þessir hafa gefið góða raun og þau viðbrögð sem leyfisstjórn hefur fengið vegna þeirra hafa verið afar jákvæð.  Með þessum fundum er reynt að kynna verkefnið betur, beint til endurskoðenda, og ná þannig betra samræmi, fækka athugasemdum sem gerðar eru, og gera allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila. Á fundinn mættu 10 endurskoðendur, auk annarra fulltrúa félaga og KSÍ. 

Megininntak fundarins að þessu sinni var yfirferð endurskoðendanna Björns Inga Victorssonar og Birnu Maríu Sigurðardóttur á reglum um skuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga, sem taka gildi í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.

Glærur frá fundinum

Viðmiðunarreglur um fjárhagsstöðu félaga

Í upphafi árs 2012 skipaði leyfisráð starfshóp sem falið var að gera tillögur um viðmiðunarreglur um fjárhagsstöðu félaga.  Var þetta gert vegna krafna KSÍ um bætt fjárhagslegt heilbrigði og hóflega skuldastöðu aðildarfélaga KSÍ.  Leyfisráð yfirfór tillögurnar, sem voru jafnframt kynntar félögunum, fulltrúum þeirra og endurskoðendum. Í kjölfarið voru settar tvær nýjar greinar inn í leyfisreglugerðina og eru þær í anda reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play).  Þessar viðmiðunarreglur tóku fullt gildi við upphaf leyfisferlisins fyrir keppnistímabilið 2014 og hafa nú aftur verið kynntar fyrir leyfisfulltrúum og endurskoðendum félaga..

  • Grein 54 fjallar um jákvæða eiginfjárstöðu.  Grunnreglan er að félag sem er með / lendir í neikvæðri eiginfjárstöðu fær tvö ár til að bæta úr því.
  • Grein 55 fjallar um heildar-skuldir og skuldbindingar, sem mega ekki vera hærri en sem nemur 50% af meðaltali af knattspyrnulegum rekstrartekjum yfir 3 undangengin ár.  Grunnreglan er að félag sem fer yfir hámarks skuldabyrði fær tvö ár til að bæta úr því.Leyfiskerfi


java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp java.io.IOException: Server returned HTTP response code: 503 for URL: http://www2.ksi.is/asp/listar/fellival.asp