Leyfiskerfi
Haust í Laugardalnum

Góður gangur í leyfismálum

Skiladagur leyfisgagna er 15. janúar - 10 félög hafa þegar skilað

14.1.2014

Góður gangur er í leyfismálunum og leyfisgögn félaga streyma inn til leyfisstjórnar, enda er skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, miðvikudagurinn 15. janúar.  Nú þegar hafa 10 félög af 24 skilað, og von er á fleirum fyrir lok dags.

Í gagnapakkanum sem skilað er í janúar er ýmislegt að finna, s.s. afnotasamninga um mannvirki, ráðningarsamninga þjálfara, og ýmis önnur gögn sem staðfesta að viðkomandi félög uppfylli greinar leyfisreglugerðarinnar.Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög