Leyfiskerfi
Haust í Laugardalnum

Öll þátttökuleyfi 2014 veitt

Félögin 24 í efstu tveimur deildum karla komin með leyfi fyrir sumarið

14.3.2014

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í dag, föstudaginn 14. mars.   Teknar voru fyrir umsóknir félaganna í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi 2014.  Niðurstaðan var sú að allar umsóknir voru samþykktar og hafa öll 24 félögin því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið.

Á fundinum kynnti leyfisstjóri stöðu mála hjá félögunum sem undirgangast leyfiskerfið, farið var yfir stöðu hvers félags um sig og fylgigögn með leyfisumsóknum skoðuð gaumgæfilega.

Leyfiskerfi - 2014:  Ákvarðanir
Félag Ákvörðun Athugasemd
BÍ/Bolungarvík Samþykkt 
Breiðablik Samþykkt 
FH Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22
Fjölnir Samþykkt 
Fram Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 42
Fylkir Samþykkt 
Grindavík Samþykkt 
Haukar Samþykkt 
HK Samþykkt 
ÍA Samþykkt 
ÍBV Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22
KA Samþykkt 
Keflavík Samþykkt 
KR Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22
KV Samþykkt 
Leiknir R. Samþykkt 
Selfoss Samþykkt 
Stjarnan Samþykkt 
Tindastóll Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22
Valur Samþykkt 
Víkingur Ól. Samþykkt 
Víkingur R. Samþykkt 
Þór Samþykkt 
Þróttur R. Samþykkt  Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 39

Málum sex félaga verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.

Grein 39 - Unglingaþjálfarar

Þróttur uppfyllti ekki grein 39.  Aðalþjálfari 2. flokks karla hjá félaginu uppfyllir ekki menntunarkröfur - er með 1. stig en þarf KSÍ-B og 5. stig að auki.  Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.

Grein 22 - Dómgæsla og knattspyrnulögin

Fjögur félög – FH, ÍBV, KR og Tindastóll - uppfylltu ekki grein 22.  Enginn fulltrúi þessara félaga sótti fund KSÍ um dómgæslu og knattspyrnulögin í apríl 2013 og enginn sambærilegur fundur var haldinn á vegum viðkomandi félaga.  Málunum verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.

Grein 42 – Skylda um endurráðningu á leyfistímabilinu

Fram uppfyllti ekki grein 42.  Í byrjun júní 2013 var tilkynnt um nýjan þjálfara aðalliðs meistaraflokks Fram.  Sá þjálfari sem var ráðinn uppfyllti ekki skilyrði um menntun.  Að 60 dögum liðum var þjálfarinn enn við störf og nýr þjálfari sem uppfyllti skilyrði um menntun hafði ekki verið ráðinn.  Þjálfarinn sem var ráðinn í byrjun júní gegndi því starfi til loka keppnistímabilsins.  Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög