Leyfiskerfi
Ldv_2010_Atburdir-126

Félögin þurfa að sýna fram á engin vanskil 1. apríl

Stífar fjárhagskröfur í leyfiskerfinu

24.3.2014

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Fjárhagskröfurnar eru stífar og þá sérstaklega gagnvart því að ekki sé um vanskil að ræða. 

Félögin þurfa að sýna fram á að þau séu ekki í vanskilum vegna félagaskipta og vegna skuldbindinga við leikmenn, þjálfara og aðra 1. apríl, og á það við um skuldbindingar sem voru staðfestar á árinu 2013.

Þetta þýðir t.d. að ef félag semur um félagaskipti leikmanns í nóvember 2013 og í samningnum felst að hluti kaupverðs sé greiddur á tímabilinu janúar til mars 2013, þá þarf félagið sem kaupir að sýna fram á að það sé í skilum við félagið sem selur.

Að sama skapi má nefna dæmi um leikmann sem gerir samning við félag í október 2013 og í samningnum eru greiðslur á tímabilinu janúar-mars 2014, þá þarf félagið að sýna fram á að það sé í skilum við leikmanninn, sem og aðra leikmenn sem eru á samningi hjá félaginu á þessu tímabili.

Þessum gögnum (staðfestingum frá tollstjóra/sýslumanni, staðfestu yfirliti yfir starfsmenn og félagaskipti, o.fl.) þurfa leyfisumsækjendur að skila til leyfisstjórnar eigi síðar en 5. apríl.

Félögin sem leika í UEFA-keppnum undirgangast svo enn meira aðhald vegna kerfis UEFA um fjárhagslega háttvísi.  Þau þurfa að skila ítarlegri skýrslu til UEFA um sín mál í lok apríl, en íslensku félögin munu þó njóta stuðnings leyfisstjórnar KSÍ í þeim málum eins og fyrri ár.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög