Leyfiskerfi
Fundur um málefni stuðningsmanna

Mikilvægt að treysta böndin milli knattspyrnufélags og stuðningsmanna

Vel sóttur og áhugaverður fundur um málefni stuðningsmanna - Meginviðfangsefni fundarins var hlutverk og tilgangur Tengiliðs við stuðningsmenn

11.4.2014

KSÍ stóð fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna í höfuðstöðvum sambandsins fimmtudaginn 10. apríl.  Á fundinum var fjallað um hlutverk og mikilvægi tengiliðs félags við stuðningsmenn og mikilvægi þess að treysta böndin milli knattspyrnufélaga og stuðningsmanna.  Hversu mikilvæg eru þessi tengsl?  Hvað geta þau gefið félaginu og stuðningsmönnunum?

Stjórnandi fundarins var Stuart Dykes, sem hefur unnið mikið starf fyrir samtökin Supporters Direct, sem eru í nánu samstarfi við UEFA og mörg knattspyrnusambönd og félagslið í Evrópu.  Stuart er Englendingur, en starfar m.a. fyrir Schalke í Þýskalandi, þar sem hann hefur búið um árabil.  Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, hóf fundinn með stuttu erindi um markmið fundarins.  Þá kynnti Styrmir Gíslason, sem er sérstakur tengiliður KSÍ við stuðningsmenn landsliða, starf sitt í tengslum við landsleiki innanlands sem utan. 

Meginviðfangsefni fundarins var hlutverk og tilgangur Tengiliðs við stuðningsmenn (SLO – Supporter Liaison Officer).  Félög í Pepsi-deild karla tilnefna þennan tengilið samkvæmt kröfum leyfiskerfis KSÍ, og er meginhlutverk hans að vera tengill milli knattspyrnufélagsins og stuðningsmanna.

Fundurinn var vel sóttur og góðar og gagnlegar umræður áttu sér stað, þar sem menn skiptust á hugmyndum, þekkingu og reynslu, og ræddu ýmis atriði tengd stuðningsmönnum, samstarfi þeirra við félög, og ekki síst samstarfi á milli stuðningsmannahópa félagsliða.

Glærur frá fundinum

Tengiliður við stuðningsmenn – Ómar Smárason

Supporter Liaison Officer – Stuart Dykes

Ítarefni frá fundinum

TK4 Supporter liaison tasks at FC Ingolstadt

TK5 Developing the SLO role at smaller clubs

TK14 Checklist for SLOs in European Competition

Handbók

UEFA SLO Handbook
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög