Leyfiskerfi
Ldv_2012_Atburdir-279

14 félög á vinnufundi um leyfiskerfið

Árlegur fundur þar sem farið er yfir hagnýt atriði og breytingar á reglugerð

11.12.2014

Í vikunni fór fram vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla.  Farið var yfir hagnýta þætti og vinnu við leyfisumsóknir, breytingar á leyfisreglugerð milli ára og einnig var fjallað sérstaklega um lykilþætti í fjárhagslega hluta leyfiskerfisins.

Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs fór ítarlega yfir helstu breytingar á reglugerðinni milli ára.  Ómar Smárason leyfisstjóri fór í gegnum hagnýt atriði og Birna María Sigurðardóttir fór yfir lykilþætti vegna fjárhagslegra hlutans. 

Fundinn sóttu fulltrúar 14 félaga af þeim 24 sem undirgangast leyfiskerfið.

Glærukynningar frá fundinum

Hagnýt atriði

Breytingar milli ára
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög