Leyfiskerfi

10 dagar í skil á leyfisgögnum

Skilin 15. janúar snúa að knattspyrnulegum þáttum, mannvirkjaþáttum, lagalegum þáttum og að starfsfólki og stjórnun félaga

5.1.2015

Þann 15. janúar næstkomandi er skiladagur leyfisgagna.  Þá skila þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (félögin 24 í Pepsi-deild karla og 1. deild karla) gögnum sem snúa að fjórum köflum leyfiskerfisins, þ.e.e öllum öðrum en fjárhagslegum.  Þrjú félög hafa nú þegar skilað gögnum – Fjarðabyggð, Keflavík og Fjölnir.

Í gagnapakkanum sem skilað er í janúar er ýmislegt að finna, s.s. afnotasamninga um mannvirki, ráðningarsamninga þjálfara, gögn um læknisskoðun leikmanna (Pepsi-deild) og ýmis önnur gögn sem staðfesta að viðkomandi félög uppfylli greinar leyfisreglugerðarinnar sem snúa að knattspyrnulegum þáttum, mannvirkjaþáttum, lagalegum þáttum og starfsfólki og stjórnun félaganna.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög