Leyfiskerfi

Skiladagur leyfisgagna er 15. janúar 2016

Þrjú félög hafa skilað gögnum nú þegar

6.1.2016

Leyfisferlið vegna keppnistímabilsins 2016 er nú í fullum gangi og vinna þau félög sem undirgangast kerfið hörðum höndum að undirbúningi leyfisgagna.  Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar.  Þrjú félög hafa þegar skilað gögnum.

Þau gögn sem skilað er í janúar snúa að mannvirkjum (vallarleyfi, afnotasamningur), knattspyrnulegum þáttum (uppeldi ungra leikmanna, læknisskoðun leikmanna), starfsfólki (menntun þjálfara og ráðningarsamningar) og lagalegum þáttum (fulltrúar félags, skipurit, lög félags).  Fjárhagslegum gögnum er svo skilað 20. febrúar.
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög