Leyfiskerfi

Árlegur vinnufundur um leyfismál

Endurskoðendur og leyfisfulltrúar félaga sóttu fund í höfuðstöðvum KSÍ

9.1.2016

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á föstudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs, fór yfir helstu breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára.  Björn Ingi Victorsson og Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fóru síðan ítarlega yfir fjárhagslega þætti, breytingar og áhersluatriði og fór jafnframt yfir ýmis hagnýt atriði.

Glærukynningar

Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög