Leyfiskerfi

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum

Í janúar er skilað öllum leyfisgögnum öðrum en fjárhagslegum

18.1.2016

Af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2016, þ.e. félögin í efstu tveimur deildum karla, hafa 23 þegar skilað leyfisgögnum, en eitt félag fékk framlengdan skilafrest.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á.


Gögnin sem skilað er í janúar (skilafrestur 15. janúar) snúa að öllum þáttum öðrum en fjárhagslegum.  Hér er átt við mannvirkjaþætti (afnotasamninga við sveitarfélög, framkvæmdaáætlanir, vallarleyfi), starfsfólk og stjórnun (ráðningasamningar þjálfara), knattspyrnulega þætti (læknisskoðun leikmanna (PD), uppeldi ungra leikmanna) og lagalega þætti (lög félags og samþykktir, skipurit, ábyrgðarmenn).

Fjárhagslegum leyfisgögnum (ársreikningar, staðfesting á engum vanskilum við leikmenn og þjálfara, fjárhagsáætlanir, o.fl.) er svo skilað 20. febrúar.Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög