Leyfiskerfi

Breytingar á leyfisreglugerð KSÍ

1.11.2016

Á fundi stjórnar KSÍ 27. október sl. var samþykkt ný útgáfa (3.2) af Leyfisreglugerð KSÍ. Ný útgáfa af reglugerðinni hefur verið birt á heimasíðu KSÍ en mikilvægt er að aðildarfélög KSÍ, sem leika í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2017, kynni sér ákvæði reglugerðarinnar ítarlega.

Hér að neðan er yfirlit yfir helstu breytingar.

-Þátttökuleyfin sem reglugerðin skilgreinir hafa fengið nöfnin A-leyfi og B-leyfi. A-leyfi nær til félaga sem leika í Pepsi-deild karla og/eða Evrópukeppnum félagsliða en B-leyfi nær til félaga sem leika í Inkasso-deild karla.
-Málsgreinum var fækkað í 9. gr. reglugerðarinnar sem fjallar um matsferli á leyfisgögnum. Matsferlið er skilgreint í viðauka VI.
-Nýtt ákvæði varðandi leyfishafa sem hafa áunnið sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða (13.7).
-Auknar kröfur á leyfisumsækjendur til að styðja við skólasókn yngri leikmanna.
-Til einföldunar voru Viðaukar I og II felldir út úr leyfisreglugerðinni en þeir fjölluðu annars vegar um undanþágureglur og hins vegar um samþættingu hluta II af reglugerð UEFA um leyfiskerfi félaga og fjárhagslega háttvísi við Leyfisreglugerð KSÍ.
-Aðrar breytingar sem gerðar voru snéru að skýrara orðalagi og einföldun ákvæða.

Frekari upplýsingar gefur Haukur Hinriksson leyfisstjóri KSÍ
Leyfiskerfi
Aðildarfélög
Aðildarfélög