Forsendur

Forsendur í leyfiskerfinu eru í 5 flokkum

Félög þurfa að uppfylla lágmarkskröfur á 5 sviðum

1 - Knattspyrnulegar forsendur

5_flokkur_Breidablik_2006Markmið knattspyrnulegu forsendnanna eru eftirfarandi:

 • Leyfisumsækjendur þurfa að vera með áætlun um knattspyrnulega þjálfun fyrir yngri leikmenn með gæði að leiðarljósi.
 • Leyfisumsækjendur skulu sjá um knattspyrnulega þjálfun yngri leikmanna og jafnframt styðja þá í að afla sér annarrar menntunar.
 • Leyfisumsækjendur skulu gæta þess að leikmenn njóti læknisþjónustu eftir þörfum.
 • Leyfisumsækjendur skulu efla háttvísi (fair play) innan vallar og utan og bæta skilning á dómgæslu hjá öllum sem koma að knattspyrnuleik (dómurum, leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum).

2 - Mannvirkjaforsendur

GrindavíkurvöllurMarkmiðin með mannvirkjaforsendunum eru að:

 • Leyfisumsækjandi hafi aðgang að vottuðum leikvangi fyrir leiki í Evrópumótum félagsliða, sem hann hefur unnið sér rétt til að taka þátt í, og fyrir heimaleiki í Íslandsmótinu, þar sem áhorfendur, fjölmiðlar og aðrir njóta leiks í vel búnu, öruggu, þægilegu og vinsamlegu umhverfi.
 • Heppileg æfingaaðstaða sé í boði fyrir leikmenn félaganna til að stuðla að bættri leiktækni þeirra.

3 - Starfsfólk og stjórnun - forsendur

Þjálfari að störfumKröfurnar eiga að tryggja að:

 • Félagið sé rekið á fagmannlegan hátt.
 • Vel menntaðir, hæfir og færir sérfræðingar með ákveðna þekkingu og reynslu séu tiltækir fyrir knattspyrnufélagið.
 • Leikmenn meistaraflokks og annarra liða séu þjálfaðir af hæfum þjálfurum sem bæta frammistöðu þeirra og njóti jafnframt aðstoðar hæfs sjúkrastarfsliðs eftir þörfum.

4 - Lagalegar forsendur

 • Lagalegur grundvöllur félagsins.
 • Aðild að KSÍ og ÍSÍ.

5 - Fjárhagslegar forsendur

Fjárhagslegu forsendurnar beinast fyrst og fremst að eftirfarandi:

 • Að bæta efnahagslega og fjárhagslega getu félaga,
 • Að auka gegnsæi og trúverðugleika félaga,
 • Að mikilvægir hagsmunir lánardrottna séu hafðir í fyrirrúmi,
 • Að vanskil séu ekki við leikmenn og þjálfara eða aðra aðila innan knattspyrnuhreyfingarinnar,
 • Að tryggja framvindu móta í gegnum keppnistímabilið, og
 • Að gæta þess að tekjum af Evrópumótum sé dreift á sanngjarnan hátt.

Aðildarfélög
Aðildarfélög